-1 C
Grindavik
21. janúar, 2021

14 smit í gær – 5448 smit frá upphafi hérlendis

Skyldulesning

Fjór­tán greindust með kórónu­veiruna innan­lands í gær en þrettán af þeim fjórtán sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna rétt í þessu.


Samtals hafa því 5.448 manns greinst með kórónaveiruna á Íslandi frá því að faraldurinn hófst. Fjórir greindust á landamærum – einn með virkt smit og er niðurstöðu mótefnamælingar beðið í tilvikum þriggja.

38 eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og þar af tveir á gjörgæslu. Í gær voru 39 á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu.

Innlendar Fréttir