4 C
Grindavik
9. maí, 2021

14 smit í gær – Aðeins 2 smit utan sóttkvíar

Skyldulesning

14 greindust í gær með Covid-19 á Íslandi. Þar af voru 12 utan sóttkvíar eða um 85% af greindum smitum. Þar að auki greindust tveir á landamærunum og er nú beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu.

14 daga nýgengi smita á hverja 100.000 íbúa er nú 45,5 sem er svipað og var í gær eftir að tölur fyrradags voru birtar. Hæst fór nýgengi smita í tæplega 300.

1.244 sýni voru tekin í gær sem er sambærilegur fjöldi og undanfarna vikuna eða svo.

Enn eru lang flest virk smitin á höfuðborgarsvæðinu. 15 eru á Suðurnesjum og sex á Suðurlandi. Annars staðar eru örfá og engin smit eru á Austurlandi og Norðurlandi vestra.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir