7.4 C
Grindavik
23. júní, 2021

14% starfandi í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi hjá Arnarlaxi

Skyldulesning

Sjókvíar Arnarlax í Tálknafirði.

Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax greiddi 643,3 milljónir í skatta til sveitarfélaga og ríkis af starfsemi sinni á síðasta ári. Er það aukning um tæplega 25% milli ára. Til viðbótar greiddi félagið 142,8 milljónir í mótframlag í lífeyrissjóði. Þetta kemur fram í samantekt endurskoðendafyrirtækisins PwC á samfélagsspori Arnarlax.

Þar kemur jafnframt fram að meðalfjöldi starfa hjá félaginu hafi verið 119 og að 102 hafi starfað í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi. Metur PwC út frá gögnum Vinnumálastofnunar um fjölda starfandi á svæðinu að 14% af vinnuafli í sveitarfélögunum tveimur hafi starfað hjá Arnarlaxi til viðbótar við þá sem starfa við afleidd störf sem hafi komið til vegna reksturs Arnarlax.

Þannig kemur meðal annars fram í samantektinni að Arnarlax hafi greitt 16,2 milljarða til íslenskra þjónustuaðila vegna starfseminnar. Þar af hafi 7,7 milljarðar farið til fyrirtækja á starfssvæði Arnarlax. Vörukaup frá innlendum aðilum hafi jafnframt verið 1,9 milljarður, þar af tæplega 600 milljónir á starfssvæði fyrirtækisins.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir