10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

145 smit innanlands

Skyldulesning

Röð í sýnatöku við Suðurlandsbraut.

145 kór­ónu­veiru­smit hafa greinst inn­an­lands eft­ir sýna­töku gær­dags­ins. Þetta kem­ur fram í upp­færðum töl­um á covid.is.  Þá greindust tvö virk smit á landamærunum. Aldrei hafa jafn mörg smit greinst á einum sólarhring frá því að faraldurinn hófst hér á landi. 

Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 47 í sóttkví við greiningu eða 32,41%. 

Alls eru nú í 1.213 í einangrun og 2.429 í sóttkví. 

101 smit greindist við einkennasýnatöku í gær og 44 við sóttkvíar- og handahófsskimanir. Af þeim sem greindust í gær eru 97 fullbólusettir og 38 óbólusettir.  Bólusetning er hafin hjá fimm. Þeir tveir sem greindust á landamærunum eru báðir óbólusettir. 

Smitfjöldi fimmtudagsins hækkar 

Mik­ill fjöldi sýna hef­ur verið tek­inn síðustu daga og er ekki úti­lokað að fleiri smit eigi eft­ir að grein­ast eft­ir sýna­töku gær­dags­ins. Hafi fleiri smit greinst í gær koma þau fram í upp­færðum töl­um á morg­un. 

Í gær voru tekin 2.609 sýni við einkennasýnatöku. 532 sýni voru tekin á landamærunum og 1.551 sýni var tekið við sóttkvíar- og handahófsskimanir. Fjöldi sýna sem tekin voru í gær er þannig minni en dagana á undan. 

Í fyrradag höfðu 112 smit greinst þegar tölur voru uppfærðar. Nú hafa tölurnar verið uppfærðar að nýju og greindust alls 124 smit í fyrradag. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir