1 C
Grindavik
28. nóvember, 2020

17 smit innanlands

Skyldulesning

Frá Suðurlandsbraut 34 þar sem einkennasýni eru tekin.

17 ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. 12 voru í sóttkví við greiningu. Eitt smit greindist við landamæraskimun og er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu hjá viðkomandi.

Þrír liggja nú á gjörgæslu vegna Covid-sýkingar, en tveir voru á gjörgæslu í gær. Alls eru 62 inniliggjandi á sjúkrahúsi. 

Einstaklingum í sóttkví fækkar um rúmlega 200 frá því í gær og eru nú 657. Þá eru 889 í skimunarsóttkví. Alls eru 394 í einangrun vegna Covid-19. 

Þetta kemur fram á covid.is. 

Alls voru í gær 920 einkennasýni tekin, 171 sýni voru tekin við landamæraskimun, 234 sýni voru tekin í sóttkvíar- og handahófsskimun og 27 sýni voru tekin í skimunum á vegum Íslenskrar erfðagreiningar. 

Innlendar Fréttir