Innlent
| mbl
| 1.12.2020
| 10:52
Alls greindust 18 kórónuveirusmit innanlands. Af þeim voru 7 utan sóttkvíar. 199 eru í einangrun og hefur þeim fjölgað um 12 á milli daga. Aftur á móti hefur fækkað í sóttkví frá því í gær. Nú eru 689 í sóttkví og 898 í skimunarsóttkví.
40 eru á sjúkrahúsi með Covid-19 og af þeim eru tveir á gjörgæslu. Einn lést á Landspítalanum síðasta sólarhringinn af völdum Covid-19.
Á landamærunum greindist 1 virkt smit en einn með mótefni. Þrír bíða niðurstöðu mótefnamælingar. Þar voru tekin 357 sýni en tæplega 1.500 innanlands.
Fréttin verður uppfærð