6.2 C
Grindavik
23. júní, 2021

2,5 milljarða velta hjá Arctic Fish

Skyldulesning

Arctic Fish átti góðan ársfjórðung í byrjun árs og setti met í veltu og seldu magni.

mbl.is/Helgi Bjarnason

Velta fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish á fyrsta ársfjórðungi nam um 2,5 milljörðum króna og seldust 3.793 tonn sem bæði eru met í sögu fyrirtækisins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Arctic Fish.

Afkoman án greiðslu vaxta og skatta nam 271,12 milljónum og var 85 krónur á hvert selt kíló. Um er að ræða viðsnúning frá fyrri ársfjórðungi. „Fyrri fjórðungar, sér í lagi annar, þriðji og fjórði fjórðungur síðastliðins árs voru erfiðir í markaðslegu tilliti og voru laxaverð lág en hækkuðu nú frá síðasta fjórðungi. Markaðsþróunin og gæðin á seldum afurðum höfðu jákvæð áhrif á skilaverðin í fjórðungnum,“ segir í tilkynningunni.

Í febrúar fór fram hlutafjárútboðs nýs hlutafjár fyrir um 5,1 milljarð króna og var félagið skráð á Euronext markaðinn í norsku kauphöllinni. Lækkuðu vaxtaberandi skuldir í 1,6 milljarða króna og nam eiginfjárhlutfallið við lok ársfjórðungsins 62%.

„Þá var settur aukinn kraftur í að hanna og undirbúa vaxtar verkefni félagsins sem snúa að stækkun á seiðaeldisstöð og aukningu í afkastagetu við slátrun og vinnslu. Áætlað er að jarðvegsframkvæmdir við stækkun seiðaeldisstöðvarinnar hefjist seint í öðrum ársfjórðungi,“ segir í tilkynningu félagsins.

Arctic Fish hefur þegar fengið úthlutuð rekstrarleyfi fyrir 23.100 tonnum og hafa verið afhentar umsóknir fyrir 8.800 tonnum til viðbótar sem gert er ráð fyrir að verði úthlutað á næsta ári. Leyfin skiptast í 17.800 tonn af laxi og 5.300 tonn af silung, en stefnt er að því að breyta leyfum fyrir silung í lax á árinu 2021. Þá gerir fyrirtækið ráð fyrir 12.00 tonna uppskeru á þessu ári.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir