5 C
Grindavik
12. maí, 2021

29 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur

Skyldulesning

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sinnt eftirliti með umferð síðustu daga en margir eru á faraldsfæti í aðdraganda páskahelgarinnar. 

Síðustu tvo daga voru skráð 34 umferðarlagabrot, þar af voru 29 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur og einn fyrir að aka undir áhrifum áfengis. 

Fram kemur í tilkynningu að ökumenn hafi verið stöðvaðir á allt að 137 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Á sá ökumaður von á sekt upp á 150 þúsund krónur. 

Ökumenn eru beðnir að fara varlega og virða umferðarreglur. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir