-4 C
Grindavik
4. desember, 2020

3028 – Trump og örsaga

Skyldulesning

Vissulega er Trump dálítið brjóstumkennanlegur þessa dagana. Það er að segja ef mark er takandi á vinstri sinnuðum og jafnvel hlutlausum fjölmiðlum. Einhverjir þjóðarleiðtogar þrjóskast þó enn við að óska Biden til hamingju. Sumir eru þó með ýmsa fyrirvara og ekki er hægt að neita því að séu reglur þannig að fara megi fram á endurtalningu ber að fara eftir því. Í byrjun desember er samt áreiðanlegt að höggva verður á þennan hnút hvort sem Trump getir það sjálfur eða aðrir verða til þess.Versti hlutinn af þessu öllu saman er að með þessu dregur Trump úr trausti almennings á kosningafyrirkomulaginu í USA.

Ég er þeirrar skoðunar að ekkert geti komið í veg fyrir valdatöku Biden´s 20. janúar og held satt að segja að Trump muni á endanum viðurkenna það sjálfur.

Til þess að koma þessu bloggi sem fyrst frá mér er ég að hugsa um að seta eina litla örsögu í þetta blogg til uppfyllingar. Hér kemur hún:

Ég var að telja áðan þessar svokölluðu örsögur sem ég setti í bloggið mitt fyrir nokkru síðan. Þær reyddust vera 13, og þar sem ég er dálitið hjátrúarfullur datt mér í hug að láta þær ekki vera það lengur. Þessvegna er að hugsa um að semja að minnsta kostir eina til viðbótar. Ég lofa samt engu um það að þær verði ekki fleiri. Vel er hugsanlegt að ég semji þær áfram svona til uppfyllingar.

Prótótýpan lofaði góðu. Með henni var hægt að drepa óvininn hvað eftir annað. Ekki svo að skilja að til stæði að gera það, en þetta sýndi að byssan var góð. Vélbyssan, því vélbyssu var vel hægt að kalla þetta undratæki sem var jafnlétt og fyrirferðarlítið og venjuleg skammbyssa. Hún var svo fullkomin að varasamt var að láta hana í hendurnar á hverjum sem var. Þessvegna var það sem hershöfðinginn sem stjórnaði æfingunni var með band í hendinni sem fest var við gikkinn á byssunni. Auðvitað hefði verið hægt að hafa byssuna einfaldlega óhlaðna á æfingunni. Svo var þó ekki. Ástæðan fyrir því var að eins og kunnugt er hugsa hershöfðingar mjög einkennilega. Honum hafði dottið þetta með bandið í hug uppá eigin spýtur, og þó liðþjálfar, majorar og annað fallbyssufóður hafi reynt að koma vitinu fyrir hershöfðingann gagnaði það ekkert. Hann sat alveg pikkfastur við sinn keip og varð ekki þokað þaðan.

Þó þessi vélbyssa skyti mörgum skotum á sekúndu voru skotin svo létt og lítil að vel mátti geyma þau hundruðum saman í skeftinu og jók það mjög lítið á þyngd vopnsins.

Nú miðaði hermaðurinn sem átti að prófa byssuna á óvininn en þá var það sem hershöfðinginn kippti óvart í spottann og við það missti hermaðurinn byssuna og hún byrjaði samstundis að skjóta. Skotin fóru aðeins í nokkurra sentimetra hæð og snerist hægt um leið. Þessvega var það sem allir viðstaddir særðust á fótunum og féllu emjandi til jarðar. Sömuleiðis sprungu öll dekk að þeim bílum sem í námunda voru. Þegar skotin loksins kláruðust, eftir að byssan hafi farið í allmarga hringi, lágu samtals fjórtán manns í valnum, flestir háttsettir í gangverska hernum og ekki varð af fleiri tilraunum með þetta hættulega vopn. Æðsti yfirmaður heraflans þvertók fyrir að fleiri prófanir færu fram.

Einhver (sennilega hershöfðingi) greip þá til þess ráðs að fleygja gripnum í ruslið. Þar var það sem Þorgrímur fann þetta magnaða vopn. Ekki þorði hann samt að snerta á því en sneri sér í þess stað til lögreglunnar og sagði þeim frá þessum merka fundi. Hvernig vissi hann hverskonar vopn þetta var? Jú, það var nefnilega í original umbúðakassa og á honum stóð mjög greinilega hverskonar vopn þetta var. Lögreglan í þessu landi var ekki á því að láta koma sér á óvart frekar en annarsstaðar og hélt þessu leyndu eins lengi og hægt var.

IMG 5207Einhver mynd.


Innlendar Fréttir