5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

3030 – Trump bakkar svolítið

Skyldulesning

Jæja, nú er Trump búinn að gefa það mikið eftir að líklegt er að stjórnarskiptin í bandaríkjunum gangi því sem næst eðlilega fyrir sig. Ekki er með öllu hægt að líkja þessum stjórnarskiptum saman við það sem gerðist árið 2000. Hlutur forsetans er allt annar. Samt sem áður er hægt að vonast til að skiptingin gangi sæmilega. Þrýstingur á Trump forseta innan repúblikanaflokksins var mjög að aukast, en hann er samt ekki búinn að gefast upp. Ég spáði því fyrir löngu að Biden yrði næsti forseta bandaríkjanna, en bjóst við að sigur hans yrði jafnvel stærri en raun varð á og að Trump mundi strax viðurkenna ósigur sinn. Sem ekki varð.

Auðvitað mætti margt segja um bandarísk stjórnmál. Brexit andstæðingur virðist Biden vera og samskipti hans og utanríkisráðherrans í stjórn hans við forsætisráðherra Bretlands verða án efa forvitnileg. Í heildina tekið má búast við að meiri ró færist yfir stjórnmálin í þessu stóra landi. Trump hefur þó í forsetatíð sinni alið á margan hátt á sundrungu innan þeirra og heldur því e.t.v. áfram. Ríkisstjórn er Biden strax byrjaður að mynda og reynslu og fjölbreytilegan bakgrunn virðist hann einkum leggja áherslu á.

Svo vildi til að ég var andvaka í nótt og þessvegna er ég svona fljótur með fréttirnar. Nenni samt ekki að skrifa meira núna.

IMG 5195Einhver mynd.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir