4.3 C
Grindavik
25. september, 2021

3031 – Trump-tilraunin

Skyldulesning

Rafræna fjölmiðlabyltingin

Ímyndarstjórnmál

Kosningar hvað …

Að sumu leyti er ég sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Á sínum tíma (ætli það hafi ekki verið svona á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar.) las ég tímritið „Time“ alveg í tætlur. Einkum hafði ég þá áhuga á stjórnmálum í bandaríkjunum og las næstum allt sem ég náði í og fjallaði um þau. Þau stjórnmál hafa mikil áhrif á heimsmálin og sennilega er það þessvegna sem ég hef næstum ótakmarkaðan áhuga á þeim. Að sumu leyti má segja að þar sé um að ræða lýðræði í sinni tærustu mynd. Í bandaríkjunum er sá suðupottur ólíkra menningarheima sem víða vantar. Í Evrópu má til dæmis segja að ólíkir menningarhópar hjá ólíkum þjóðum hafi mikil áhrif á stjórnmálin. Að mörgu leyti er Evrópusambandið tilraun til að sameina pólitíska hugsun álfunnar og koma fram sem mótvægi við heimslögregludraumum bandaríkjanna.

Að einu leyti virðast stuðningsmenn Trumps hafa rétt fyrir sér varðandi framboð Bidens. Áhrifamenn innan demókrataflokksins vildu miklu heldur fá Biden í framboð en Sanders eins og leit út fyrir um tíma. Sanders hefði sennilega ekki unnið Trump. Bandaríkjamenn eru einfaldlega ekki nógu vinstrisinnaðir til þess. Að mörgu leyti má auðvitað líta á Biden sem fulltrúa stjórnvaldaklíkunnar. Trump-tilraunin mistókst þó herfilega.

Man sérstaklega eftir því að þetta var á tímum gíslatökunnar í Teheran og Carter-stjórnarinnar, sem ég las Time mikið. Að þessu bý ég enn, þó hinn ótæmandi áhugi minn á bandarískum stjórnmálum hafi ekki vaknað aftur fyrr en nú á síðustu árum. Sennilega er óhætt að segja að Donald Trump hafi vakið þennan áhuga minn úr dvala.

Einnig fylgdist ég með vexti EU á þessum árum. Einkum inngöngu Bretlands og Danmerkur enda var það einmitt um þetta leyti, sem ég fór fyrst út fyrir landsteinana. Man vel eftir að Krag sagði af sér í kjölfar inngöngunnar. Var einmitt staddur í Danmörku þá.

Það er fleira sem ég hef áhuga á en stjórnmál í bandaríkjunum. T.d. íslensku máli. Þar er einkum tvennt sem truflar mig þessa dagana. Hvort er hvassara stormur eða rok? Og er nokkur munur á merkingu orðanna „Fjallasýn“ og „Dagsbrún“? Ég á ekki við stéttarfélög og þessháttar, heldur það að austurhimininn byrjar að lýsast. Sjálfur nota ég þau í svipaðri merkingu og álít storm vera hvassari en rok. Varðandi fjöllin miða ég einkum við Akrafjall og Esjuna sem bæði eru í austurátt frá mér séð.

IMG 5192Einhver mynd.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir