0 C
Grindavik
24. febrúar, 2021

3039 – Stutt blogg um veiruna og Trump

Skyldulesning

Repúblikanaflokkurinn í bandaríkjum Norður-Ameríku þarf sem fyrst að losa sig við áhrifin af Trumpismanum. Að sumu leyti má segja að það hafi lengi verið til siðs hjá Repúblikönum þar að vera á móti vísindum og jafnvel að neita staðreyndum. Sumir segja að rekja megi þetta allt aftur til Reagans. Hann var dálítið hallur undir stjörnuspádóma eins og margir muna eflaust. Guðsdýrkunin í bandaríkjunum er á margan hátt undarleg. Allt sem stendur í Biblíunni er af sumum álitið standa framar vísindum. Þróunarkenningin er að minnsta kosti ekki talin standa framar því sem sagt er frá í Biblíunni um sköpun heimsins. Ekki er víst að allt þetta megi heimfæra á repúblikanaflokkinn frekar en demókrataflokkinn. Að minnsta kosti létu þeir Bush-feðgar ekki eins og Trump.

Annars er hægt að segja að ég láti stjórnmál í USA trufla mig of mikið. Vitleysan í Trump og hans fylgisveinum er samt að verða svo mikil að ekki er hægt að láta þetta allt framhjá sér fara. Ekki er annað að sjá en hann vilji egna fylgismenn sína til óhæfuverka. Vitanlega er Biden ekki svar við öllu en samt má gera ráð fyrir að stjórnmál fari um margt batnandi við að losna við Trump. Auðvitað náðaði Ford Nixon á sínum tíma fyrirfram annars hefði hann kannski ekki sagt af sér. Trump mun eflaust reyna eitthvað svipað. Hvað hann gerir 20. janúar á eftir að koma í ljós. Ekki á ég samt von á að hann snúi við blaðinu úr þessu. Þeim fer fækkandi sem trúa honum. Hann rak Barr, en getur ekki rekið McCormack.

Veirufjandinn vefst fyrir mönnum og vel er hægt að ímynda sér að Jólin í ár verði ekki svipur hjá sjón að þessu sinni. Fjölskyldujól í stað kaupmannajóla er eða ætti að vera hugsjón hjá sem flestum.

IMG 5145Einhver mynd.


Fyrri fréttVarúð!
Næsta fréttHafnarstræti 83-85

Innlendar Fréttir