5 C
Grindavik
5. mars, 2021

3050 – Íslenskur handbolti

Skyldulesning

Vitanlega finnst mér mest gaman að skrifa um heimsmálin. Jafnvel að mér finnist svolítið ómerkilegt að tala um íslenska landsliðið í handbolta. Samt hef ég alveg skoðanir á því. Deila þeirra „handboltaspekinga RUV“ og Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara yfirskyggir nú flest annað í íslenskum fjölmiðlum. Ekki fer á milli mála að Arnar Pétursson og Logi Geirsson eru „handboltaspekingar RUV“ Kannski ætti Kristjana Arnarsdóttir að teljast með í þeim hópi, en þó ekki. Hún er ekki hið minnsta spekingsleg en ber samt vissa ábyrgð á þeim.

Þó þeir þykist stundum vita mun betur en Guðmundur Guðmundsson og leikmenn liðsins skemma þeir ekki hið minnsta upplifun mína af leiknum. Sífelldar aðfinnslur lýsanda leiksins í garð dómaranna gera það hinsvegar ósjaldan. Ég efast ekkert um að þeir geri yfirleitt sitt besta og aðfinnslur hans eru stundum útúr kú. Auðvitað gera þeir mistök eins og aðrir, þeir eru bara mannlegir.

Arnar og Logi taka oft ansi mikið uppí sig, einkum Logi. Það er eiginlega bara gaman að þeim. Allt þykjast þeir vita og vita ansi margt. Óþarfi hinn mesti finnst mér af Guðmundi að láta svona. Samt hefur hann rétt fyrir sér að miklu leyti. Landsliðið hefur staðið sig nokkuð vel þrátt fyrir töpin. Danir fóru að vísu illa með Guðmund á sínum tíma, en það er óþarfi að láta það bitna á Arnari og Loga. Bless í bili.

IMG 5062Einhver mynd.


Innlendar Fréttir