1 C
Grindavik
17. janúar, 2021

32 mínútna þyrluútkall vegna slyss í Esjuhlíðum

Skyldulesning

Lögreglu barst tilkynning í hádeginu um slasaðan göngumann í Esjunni. Voru lögregla, björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út en aðstæður þóttu erfiðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Óhappið varð í Gunnlaugsskarði þar sem maðurinn ásamt öðrum voru á gangi. Segir í tilkynningunni að þeir hafi verið ágætlega búnir til fjallaferða.

Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, tók þyrlan á loft 13:03 frá Reykjavíkurflugvelli og var lent á þyrlupalli Landspítalans í Fossvogi, gamla Borgarspítalans, 13:35, 32 mínútum síðar með þann slasaða um borð.

Upplýsingar um líðan mannsins liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Innlendar Fréttir