10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

35 innliggjandi sem ekki þurfa einangrun

Skyldulesning

Þeir 35 sem liggja á Landspítala og voru smitaðir eru …

Þeir 35 sem liggja á Landspítala og voru smitaðir eru annað hvort að jafna sig af Covid-19 eða lágu á spítala áður en þeir veiktust af Covid-19.

Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Tíu liggja á Landspítala með virk kórónuveirusmit ásamt 35 Covid-sjúklingum sem einangrun hefur verið létt af en eru annaðhvort enn að jafna sig eða lágu á Landspítala áður en þeir smituðust af kórónuveirunni. Enn er fólk lagt inn á spítalann veikt af Covid-19, að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns forstjóra Landspítala, en spítalinn er þó kominn yfir erfiðasta hjallann.

„Núna eru hjá okkur 10 einstaklingar sem eru með virkt smit og 35 aðrir sem við erum búin að létta einangrun af. Tveir eru á gjörgæslunni hjá okkur og þeir eru báðir í öndunarvél. Enn er fólk lagt inn [vegna Covid-19] og það er kannski það sem skiptir helst máli,“ segir Anna Sigrún í samtali við mbl.is. 

Óvissustig allt annað líf

Spurð um þá sem ekki eru smitaðir lengur en liggja enn inni á Landspítala segir Anna Sigrún:

„Þeir voru annaðhvort inni fyrir eða eru að jafna sig eftir veikindin. Hafa bara þurft það langa legu.“

Anna Sigrún segir aðspurð að spítalinn sé sannarlega kominn yfir erfiðasta hjallann en um 70 lágu þar veikir af Covid-19 þegar mest lét. Spítalinn var færður af hættustigi í gær. 

„Við fórum niður á óvissustig í gær. Þannig að það er allt annað líf,“ segir Anna Sigrún.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir