4.3 C
Grindavik
22. september, 2021

35 sagt upp í hóp­upp­sögn innan fjár­mála­geirans

Skyldulesning

Ein hópuppsögn kom inn á borð Vinnumálastofnunar í gærkvöldi eða í morgun. Var þar um að ræða uppsögn sem nær til 35 manns sem starfa hjá fyrirtæki í fjármálageiranum.

Þetta staðfestir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í samtali við Vísi.

Hún segir ekki útilokað að fleiri tilkynningar um hópuppsagnir muni berast stofnuninni fyrir mánaðarmót, annað hvort síðar í dag eða þá á mánudaginn sem er síðasti dagur mánaðar.

Um er að ræða fyrstu hópuppsögnina sem kemur inn á borð stofnunarinnar í mánuðinum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir