7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

350 starfsmenn World Class halda vinnunni

Skyldulesning

Björn Leifsson, stofnandi og eigandi World Class, ætlar ekki að segja upp þeim 350 starfsmönnum sem eru á launaskrá hjá félaginu. Björn lýsti því yfir fyrir helgi að hann lægi undir feldi vegna óvissunnar sem framundan væri vegna kórónuveirufaraldursins. Möguleiki væri að hann segði upp öllum 350 starfsmönnum World Class í dag.

Ekki er von á tilslökunum í aðgerðum stjórnvalda en sú reglugerð sem er í gildi rennur út í lok dags á morgun. Sóttvarnalæknir hefur skilað nýjum tillögum til heilbrigðisráðherra sem mun væntanlega tilkynna í dag eða á morgun hvernig fyrirkomulagið verður frá og með 2. desember.

Björn Leifsson segir í samtali við Mbl.is að hann hafi ákveðið að bíða með frekari uppsagnir í þeirri von að faraldurinn verði senn á enda. Jákvæð teikn eru á lofti hvað varðar bóluefni þótt enn sé óvíst hvenær það kemur til landsins. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði á upplýsingafundinum í dag að bólusetning færi hratt fram hér á landi þegar efnið kæmi til landsins.

Björn sagði í viðtali við Vísi fyrir helgi að hann hefði þurft að segja um fjörutíu starfsmönnum upp í haust en þeir voru með viku uppsagnarfrest. Honum teldist til að hann hefði orðið af 1,2 milljörðum króna vegna kórónuveirufaraldursins. Hann hefði nýlega tekið eins milljarðs króna lán vegna rekstursins.


Tengdar fréttir


Eigandi World Class liggur undir feldi og veltir fyrir sér hvort rétt sé að segja upp 350 manns á mánudaginn. Hann segist hafa tekið eins milljarðs króna lán vegna kórónuveirufaraldursins. Ef hann ætti ekki flestar fasteignirnar sem stöðvar World Class eru reknar í, þá væri hann kominn á hausinn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir