10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

360 börn í sjávarútvegsskóla unga fólksins

Skyldulesning

Markaðsverð á orku segir ESB

Hálfur september

Björn Bjarnason á ferð

Starfsemi björgunarsveitanna var kynnt fyrir nemendum.

Ljósmynd/Háskólinn á Akureyri

Kennslu í Sjávarútvegsskóla unga fólksins er lokið í ár. Um er að ræða níunda starfsár skólans í röð. 

Kennt var á fimm stöðum á Austurlandi í ár, fjórum stöðum á Norðurlandi og í Reykjavík í júní og júlí. Nemendur við skólann voru á aldrinum 13-16 ára og voru 360 sumarið 2021.

Helga María skoðuð.

Ljósmynd/Háskólinn á Akureyri

Skólinn var sem fyrr rekinn í samstarfi sjávarútvegsfyrirtækja, vinnuskóla byggðarlaga og Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri.

Bolfiskur skoðaður.

Ljósmynd/Háskólinn á Akureyri

HA-ingar kenna

Kennarar þetta sumarið voru sjö og eru ýmist útskrifaðir sjávarútvegsfræðingar frá Háskólanum á Akureyri eða nemar í sjávarútvegsfræðum. 

Nemendur fengu bóklega fræðslu í formi fyrirlestra og leikja, lærðu að meta gæði fisks með skynmati, heimsóttu fyrirtæki í sjávarútvegi og tengdum greinum og skoðuðu fiskiskip.

Fiskurinn metinn.

Ljósmynd/Háskólinn á Akureyri

Gestafyrirlesarar komu í heimsókn og fræddu nemendur um sjávarútveg. Einnig heimsóttu nemendur björgunarsveitir og fengu fræðslu um þeirra störf.

Blómlegt samstarf

Sjávarútvegsskólinn hefur starfað frá árinu 2013 og var upphaflega á vegum Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað. Verkefnið hefur vaxið og dafnað í samstarfi við Háskólann á Akureyri og hafa fleiri sjávarútvegsfyrirtæki sóst eftir að taka þátt í verkefninu með hverju árinu. 

Fyrsta starfsárið voru nemendur skólans rúmlega tuttugu. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir