4 C
Grindavik
21. apríl, 2021

4 smit í gær – Allir í sóttkví

Skyldulesning

Aðeins fjórir greindust í gær með Covid-19 og voru þeir allir í sóttkví er þeir greindust. Tveir greindust í sýnatöku af handahófi eða sóttkví og hinir tveir vegna einkenna.

Þetta er í annað sinn á fáum dögum sem allir greindir eru í sóttkví og hafa ekki færri greinst með Covid-19 á einum degi síðan 18. nóvember.

Níu greindust á landamærunum í gær, og eru af þeim smitum staðfest virk smit. Einn var með mótefni og er beðið eftir mótefnamælingu í sex tilfellum.

186 manns eru nú í einangrun á Íslandi með virk Covid-19 smit, 38 á sjúkrahúsi og þar af tveir á gjörgæslu. 500 manns eru í sóttkví.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir