9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

4:0 sigur United á Liverpool

Skyldulesning

Fred sem skoraði annað mark leiksins og fyrirliði Liverpool, Jordan …

Fred sem skoraði annað mark leiksins og fyrirliði Liverpool, Jordan Henderson. AFP/ Manan Vatsyayana

Manchester United og Liverpool mættust í æfingaleik í Bangkok, Taílandi í dag og endaði leikurinn með 4:0 sigri United. Markaskorarar United voru Jaden Sancho, Fred, Anthony Martial og Facundo Pellistri.

Byrjunarlið United var: De Gea, Dalot, Lindelof, Varane, Shaw, McTominay, Fred, Sancho, Fernandes, Rashford, Martial. Þessi uppstilling er svipuð og sú sem var á tímabilinu hjá United en De Gea, Dalot, Lindelöf, McTominay, Fred og Fernandes byrjuðu allir síðasta leik tímabilsins hjá United og eiga þeir allir byrjunarliðsleik í deildinni þetta tímabil

Byrjunarlið Liverpool var hinsvegar gjör ólíkt því sem var á tímabilinu en það var:  Alisson, Mabaya, Phillips, Gomez, Chambers, Henderson, Morton, Carvalho, Elliott, Diaz, Firmino. Einungis Alisson og Henerson voru í byrjunarliði í síðasta leik liðsins sem var í meistaradeildinni á móti Real Madrid. 

Fyrsta mark leiksins skoraði Jaden Sanchos eftir 12 mínútna leik.

Næsta mark leiksins skoraði Fred eftir klafs í teig Liverpool kom Gomez með afskaplega dapra hreinsun með jörðinni beint fyrir utan teig, þar stóð Fred og undir engri pressu frá vörn Liverpool og vippaði boltanum yfir Allisson í markinu

Þriðja mark leiksins skoraði Anthony Martial sem var að koma aftur eftir að hafa verið á láni hjá Sevilla síðan í janúar. Martial vinnur boltann í hápressu af Rhys Williams og klárar boltann í markið framhjá Allisson.

Á 76. mínútu gekk Facundo Pellistri frá leiknum fyrir United með marki sínu

Um æfingaleik var að ræða svo frjálsar skiptingar voru og nýttu þjálfarar liðanna sér það. Eftir hálftíma leik gerði Jürgen Klopp 10 breytingar á liði sínu Liverpool. Klopp tók alla nema Allisson út af í fyrri hálleik en fyrsta mál á dagskrá í seinni var skipting á honum og inn kom Adrian.

Í hálfleik komu einnig 10 breytingar frá Erik ten Hag en hann tók alla nema De Gea út. Á 62. mínútu gerði Klopp níu breytingar og stuttu seinna tók ten Hag markmannsskiptingu og inn á kom Tom Heaton. Allir leikmenn Liverpool spiluðu minnst hálftíma en United spilaði ekki fjórum leikmönnum en þeir sem spiluðu fengu hálfleik nema markmaðurinn Heaton.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir