6.3 C
Grindavik
23. september, 2021

40 stiga munur á hæsta hita og mesta frosti

Skyldulesning

Tíð var nokkuð hagstæð í nóvember og samgöngur greiðar.

Tíð var nokkuð hagstæð í nóvember og samgöngur greiðar. Að tiltölu var hlýjast austanlands en að tiltölu kaldast sunnan- og vestanlands. Hæsti hiti mánaðarins mældist 20,4 stig á stöð Vegagerðarinnar á Kvískerjum 4. nóvember. Mest frost í mánuðinum mældist -21,3 stig á Grímsstöðum í Fjöllum 18. nóvember.

Þetta kemur fram í stuttu yfirliti um tíðarfar í nóvember á vef Veðurstofunnar.

Þar kemur meðal annars fram að mjög kalt var á landinu dagana 18. til 19. Óveðrasamt var á landinu dagana 4. og 5. og aftur dagana 26. og 27.

Meðalhiti í Reykjavík í nóvember var 1,9 stig og er það 0,7 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en -0,7 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára.

Á Akureyri var meðalhitinn 1,0 stig, 1,4 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en 0,3 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 2,2 stig og 3,5 stig á Höfn í Hornafirði.

Úrkoma í Reykjavík mældist 80,5 mm sem er 10% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 53,6 mm sem er rétt undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 56,8 mm og 134,4 mm á Höfn í Hornafirði.

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 42,0 sem er 3,4 stundum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældust sólsinsstundirnar 15,6, sem er 1,3 stundum fleiri en í meðalári.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir