5 C
Grindavik
8. maí, 2021

400 leikir fyrir sama félagið í úrvalsdeild

Skyldulesning

Mark Noble hefur allan sinn feril spilað með West Ham.

Mark Noble hefur allan sinn feril spilað með West Ham.

AFP

Mark Noble varð í dag áttundi leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að spila 400 leiki fyrir eitt og sama félagið en hann er í byrjunarliði West Ham sem er að spila við Leicester.

https://www.mbl.is/sport/enski/2021/04/11/west_ham_leicester_stadan_er_0_0/

Noble er 33 ára miðjumaður en hann skrifað nýlega undir nýjan eins árs samning við West Ham og staðfesti jafnframt að tímabilið 2021-22 verði hans síðasta hjá félaginu. Hann spilaði sína fyrstu leiki fyrir félagið árið 2004, þá í B-deildinni, en hann á alls 458 deildarleiki fyrir West Ham og í þeim 54 mörk.

Englendingurinn á þó langt í land með að komast á lista yfir tíu leikjahæstu menn deildarinnar almennt. Þar er hann í 38. sæti en Gareth Barry spilaði alls 653 úrvalsdeildarleiki fyrir fjögur félög.

Flestir úrvalsdeildarleikir fyrir eitt félag

1. 632 Ryan Giggs (Man Utd)

2. 508 Jamie Carragher (Liverpool)

3. 504 Steven Gerrard (Liverpool)

4. 499 Paul Scholes (Man Utd)

5. 492 John Terry (Chelsea)

6. 429 Frank Lampard (Chelsea)

7.-8. 400 Gary Neville (Man Utd) og Mark Noble (West Ham)

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir