3 C
Grindavik
8. maí, 2021

41.000 jarðskjálftar frá upphafi hrinunnar

Skyldulesning

Björgunarsveitin Þorbjörn á Reykjanesskaga.

Björgunarsveitin Þorbjörn á Reykjanesskaga.

mbl.is/Skúli Halldórsson

Frá því um miðnætti í dag, 13. mars, hafa rúmlega 1.900 jarðskjálftar mælst. Af þeim hafa 19 skjálftar mælst yfir 3,0 að stærð og hafa þeir flestir verið staðsettir við Fagradalsfjall.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Stærsti skjálftinn, af stærð 4,6, mældist við Fagradalsfjall klukkan 1:34 í nótt og fannst víða, á Reykjanesskaga norður í Borgarnes og austur í Fljótshlíð.

Þá varð skjálfti af stærð 3,4 klukkan fjögur síðdegis í dag, skammt frá Keili. Hann fannst á höfuðborgarsvæðinu og í Borgarnesi.

Alls hafa rúmlega 41.000 skjálftar mælst á Reykjanesskaganum frá því að hrinan hófst 24. febrúar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir