4 C
Grindavik
7. mars, 2021

417.000 Evrópubúar deyja árlega vegna loftmengunar

Skyldulesning

Á ári hverju deyja 417.000 Evrópubúar ótímabærum dauða af völdum loftmengunar. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu frá Evrópsku umhverfisstofnuninni sem var birt á mánudaginn. Í henni kemur fram að 2018 hafi 417.000 Evrópubúar látist af völdum skaðlegra agna í andrúmsloftinu.

Þessar agnir berast meðal annars frá ökutækjum, skipum, orkuframleiðslu, iðnaði og kamínum. Þær geta borist djúpt niður í lungun og þannig valið bæði lungna- og hjartasjúkdómum.

Þrátt fyrir að tölurnar séu háar þá er rétt að hafa í huga að þær hafa batnað. 2009 létust 477.000 manns í álfunni af völdum loftmengunar. Í fréttatilkynningu frá Evrópsku umhverfisstofnuninni er haft eftir Hans Bruyninckx, forstjóra hennar, að góðu fréttirnar séu að loftgæðin fari batnandi vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til en þó sé fjöldi dauðsfalla of mikill. Fylgst er með magni agna í loftinu með mælingum á 4.000 stöðum í Evrópu. Ástandið er verst á Ítalíu, Póllandi, Tékklandi, Króatíu, Búlgaríu og Rúmeníu.

Innlendar Fréttir