8.4 C
Grindavik
14. júní, 2021

43 svæði skilgreind sem óvirkir markaðir

Skyldulesning

Bréfberi á ferð.

Bréfberi á ferð.

mbl.is/Ernir

Fjörutíu og þrjú póstnúmer á Íslandi eru skilgreind sem „óvirk markaðssvæði“ í nýrri ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, sem snýr að því að Pósturinn skuli veita svonefnda alþjónustu fram til ársins 2030.

Sú skilgreining liggur til grundvallar útreikningum á því hvaða kostnað Pósturinn beri af þjónustunni sem alþjónustuveitandi, en ríkissjóður bætir þann kostnað upp, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Pósturinn hefur sinnt þessari þjónustu í ár til bráðabirgða og ákvað samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið að samhliða því fengi fyrirtækið 250 milljónir króna sem varúðarframlag. Pósturinn hefur hins vegar haldið því fram að það framlag þurfi að vera nærri tvöfalt hærra og jafnvel muni þurfa enn meira fé vegna núverandi árs.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir