8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

48 þúsund krónurnar ekki fyrir Landsrétt

Skyldulesning

Fer nærri að kostnaður Garðlistar sé að lágmarki nítjánfalt hærri …

Fer nærri að kostnaður Garðlistar sé að lágmarki nítjánfalt hærri en upphaflega krafan.

mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Landsréttur hefur ákveðið að hafna beiðni garðyrkjufyrirtækisins Garðlistar um heimild til áfrýjunar dóms í Héraðsdóms Reykjavíkur. Húsfélag var krafið var um greiðslu 48 þúsund króna kröfu frá Garðlist en niðurstaða Héraðsdóms féll húsfélaginu í hag. Fer nærri að kostnaðurinn Garðlistar vegna málsins sé átjánfalt hærri en krafan.

Eins og mbl.is greindi frá fór Garðlist í mál gegn húsfélagi við Tjarnarból vegna 48.662 króna reiknings sem Garðlist hélt fram að húsfélagið hefði neitað að greiða þrátt fyrir unna vinnu. Tekist var á um hvort að samningur sem gerður var árið 2015 hafi enn verið í gildi árið 2019 og hvort umrædd vinna hafi verið fullnægjandi. Héraðsdómur dæmdi húsfélaginu í hag og bar því ekki að greiða kröfuna.

Kröfðust vanhæfis dómara

Húsfélaginu var dæmdur málskostnaður upp á 600 þúsund krónu sem reiknast 744 þúsund krónur með virðisaukaskatti. Var málskostnaður því rúmlega fimmtánfalt hærri en upphaflega krafan.

Í ofanálag kærði Garðlist dómara í réttinum og gerði kröfu um að hann myndi víkja vegna vanhæfis. Dómari hafnaði því og fór Landsréttur yfir málið í kjölfarið og hafnaði kröfunni einnig.

Kærugjaldið var 65 þúsund krónur. Áfrýjunarleyfi kostar einnig 65 þúsund krónur. Því fer nærri að kostnaður Garðlistar vegna málsins sé átjánfalt hærri en krafan sem gerð var. Er þá óátalinn lögmannskostnaður. 

Innlendar Fréttir