6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

50% verðhækkun á svörtum föstudegi

Skyldulesning

Svartur föstudagur hjá UNICEF.

Svartur föstudagur hjá UNICEF.

Bóluefni eru mikið í umræðunni og heimsbyggðin hefur eflaust aldrei verið upplýstari um mikilvægi bólusetninga eins og nú. Í dag, á svörtum föstudegi, bjóðum við hjá UNICEF á Íslandi því upp á 50% verðhækkun á bólusetningapakkanum á sannargjafir.is.

Vítamín jarðhnetumauk getur komið barni til bjargar.

Vítamín jarðhnetumauk getur komið barni til bjargar.

„Á meðan við bíðum með eftirvæntingu eftir bóluefni gegn kórónaveirunni þá vantar börn víða um heim vörn gegn ýmsum smitsjúkdómum sem við höfum útrýmt hér á Íslandi eða teljum sjálfsagt að við fáum bóluefni við. Á Svörtum föstudegi ákváðum við því að hækka verðið á bólusetningapakkanum okkar um 50% til þess að tvöfalda hjálp okkar við börn í neyð sem eiga rétt á bólusetningum gegn lífshættulegum sjúkdómum. Það hlýtur að vera tilboð ársins!“ segir Steinunn Jakobsdóttir, kynningarstjóri UNICEF á Íslandi, í tilkynningu.

Lítil stúlka bólusett í Kongó.

Lítil stúlka bólusett í Kongó.

UNICEF hefur í áratugi sinnt bólusetningum fyrir börn og er stærsti einstaki kaupandi bóluefna í heiminum. Á hverju ári bólusetur UNICEF og samstarfsaðilar hátt í helming allra barna í heiminum gegn lífshættulegum sjúkdómum á borð við mislinga, mænusótt, rauða hunda og stífkrampa.

Í bólusetningapakkanum er að finna 50 skammta af bóluefni gegn mænusótt, 50 skammta af bóluefni gegn mislingum, 40 skammta af bóluefni gegn stífkrampa og kælibox til að geyma bóluefnin í. Upphæðin sem er borguð aukalega á svörtum föstudegi nýtist til að kaupa enn fleiri hjálpargögn fyrir börn í neyð.

Sannar gjafir eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir börn í neyð um allan heim. Í vefverslun UNICEF á Ísland er meðal annars að finna vítamínbætt jarðhnetumauk sem gerir kraftaverk fyrir vannærð börn að því er segir í tilkynningu.

„Jemen er á barmi verstu hungursneyðar í áratugi og líf milljóna barna er í hættu. Það verða því engin tilboð í vefversluninni okkar á stafrænum mánudegi. Við gefum engan afslátt á réttindum barna,“ segir Steinunn.

 Sjá nánar hér

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir