7 C
Grindavik
15. apríl, 2021

559 tilkynningar um vanrækslu

Skyldulesning

Fleiri tilkynningar bárust barnaverndarnefndum á landinu í október en í nokkrum öðrum mánuði það sem af er árinu eða samtals 1.336 tilkynningar. Þessar tilkynningar voru einnig vegna fleiri barna en áður og vörðuðu alls 1.038 börn.

Þessar upplýsingar koma fram í nýrri samantekt Barnaverndarstofu á tölum frá barnaverndarnefndum en stofan hefur tekið saman þessar upplýsingar í hverjum mánuði frá því veirufaraldurinn braust út.

Tilkynningar til barnaverndarnefnda vegna ofbeldis hafa síðustu mánuði verið yfir meðaltali samanburðartímabilsins, fyrir utan júlí og ágúst. Í október bárust 329 tilkynningar varðandi ofbeldi og voru þær talsvert færri en í september. „Nú er staðan sú að á fyrstu 10 mánuðum ársins hafa borist fleiri tilkynningar vegna ofbeldis en bárust allt árið 2016, 2017, 2018 og 2019,“ segir í umfjöllun Barnaverndarstofu.

Tilkynningar um vanrækslu barna voru 559 í október og fjölgaði mikið frá mánuðunum á undan. Tilkynningar um vanrækslu á umliðnum átta mánuðum hafa allan þann tíma verið yfir meðalfjölda slíkra tilkynninga á fyrri samanburðartímum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Innlendar Fréttir