58 þúsund tonn eftir af þorskkvótanum

0
170

200 mílur | mbl | 17.3.2023 | 9:11 | Uppfært 12:26

Þorskur, karfi og ufsi í trollinu á Frosta ÞH. mbl.is/Þorgeir

Aðeins rúm 58 þúsund tonn eru eftir af aflaheimildum í þorski eða 35% af þeim 165 þúsund tonnum sem úthlutað var við upphaf fiskveiðiársins, að því er fram kemur í talnagögnum Fiskistofu. Þar sést einnig að um 36% er eftir af um 50 þúsund tonna ýsukvóta.

Staðan er önnur í ufsa, en tæp 53 þúsund tonn af rúmum 72 þúsund tonnum eru enn óveidd af tegundinni. Þá er rétt tæplega helmingur eftir af 24 þúsund tonna gullkarfakvóta fiskveiðiársins 2022/2023.

Afurð Dags. Meðalverð Þorskur, óslægður 17.3.23 457,54 kr/kg Þorskur, slægður 17.3.23 352,40 kr/kg Ýsa, óslægð 17.3.23 363,70 kr/kg Ýsa, slægð 17.3.23 205,25 kr/kg Ufsi, óslægður 17.3.23 255,01 kr/kg Ufsi, slægður 17.3.23 281,23 kr/kg Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg Djúpkarfi 8.3.23 213,00 kr/kg Gullkarfi 17.3.23 336,12 kr/kg Litli karfi 14.3.23 0,00 kr/kg Fleiri tegundir »