1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

6+6, 5+7 eða 4+4+4? Kannski 5+5+2?

Skyldulesning

Fyrsta umræða um frumvarp um fæðingarorlof var tekin í gær.

Fyrsta umræða um frumvarp um fæðingarorlof var tekin í gær.

mbl.is/Ásdís

Fyrsta umræða um frumvarp um lengingu fæðingarorlofs fór fram á þinginu í gærkvöldi. Stærsti ásteytingarsteinninn lýtur að því hvernig skipta beri orlofinu á milli foreldra.

Samkvæmt frumvarpinu eins og það lítur út núna er gert ráð fyrir því að orlofið lengist í eitt ár úr níu mánuðum og foreldrar taki 6+6 orlof eða þannig að báðir foreldrar taki sex mánuði í orlof. Þeim sé hins vegar heimilt að hafa það 5+7 eða þannig að annað foreldri taki eftir atvikum mánuði styttra eða lengra orlof.

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í velferðarnefnd, lagðist hins vegar á sveif með þeim sem kallað hafa eftir 4+4+4 skiptingu. Þannig að hvort foreldri um sig taki fjögurra mánaða orlof en þeim sé svo í sjálfvald sett hvernig þau skipta því sem eftir lifir orlofsins. „Við erum ekki lengur með samfélag þar sem karl og kona mynda fjölskyldu og karlinn vann tvær til þrjár aukavinnur á meðan konan var heima að sjá um heimilið,“ segir Vilhjálmur. Fyrir vikið sé mun meira jafnrétti í samfélaginu en var áður. 

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks.

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks.

Frumvarpið beri forræðishyggju með sér 

Hann telur það ekki að eiga að vera stjórnvalda að ákveða skiptinguna með tilheyrandi forræðishyggju. „Stjórnvöld tryggja hag barnsins best með því að veita foreldrum barnsins sem mest frelsi og svigrúm til að haga málum hverrar fjölskyldu þannig að það henti barninu sem best og veiti þannig foreldrum tækifæri til að standa undir þeirri ábyrgð sem fylgir því að ala upp barn,“ segir Vilhjálmur.

Bendir hann á að þriðjungur fæðingarorlofsins eins og það er nú sé sveigjanlegur. Meðal annarra hafi embætti landlæknis og ljósmæður tekið undir með því sjónarmiði að best sé að veita foreldrum sveigjanleika til að skipta orlofinu barninu til heilla. 

Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, tók í svipaðan streng og benti á að 85% umsagna um frumvarpið hefði kallað eftir þeim aukna sveigjanleika sem fylgdi 4+4+4 fyrirkomulaginu.

Segir karla litna hornauga 

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varamaður í velferðarnefnd, sagði að ástæða þess að frumvarpið liti svona út væri sú að karlar á vinnumarkaði væru litnir hornauga ef þeir tækju meira orlof en þeim beri skylda til. Á móti ætlaðist samfélagið til þess að konur tækju orlof umfram það sem þeim bæri skylda til. Lagði hún til að til þess að mæta gagnrýnisröddum fyndist henni að mögulega væri hægt að veita tvo mánuði til umráða beggja foreldra í stað þess að hafa hann einn. Þannig að niðurstaðan yrði 5+5+2. 

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks.

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks.


Aðgerðirnar eru umfangsmiklar og benti flutningsmaður frumvarpsins, Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, á það að framlag ríkisins í málaflokkinn muni hækka úr 10 í 20 milljarða á komandi kjörtímabili.

Hámarksgreiðslur 600 þúsund krónur

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýndi hámarksupphæð sem greidd er út á meðan fólk er í fæðingarorlofi. Gerði hún að því skóna að foreldrar, annað eða bæði, muni missa af samveru með barni einfaldlega vegna þess að það hafi ekki efni á því að vera í fæðingarorlofi til lengri tíma. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að foreldrar geti haft 80% af tekjum síðasta árs en að hámarki 600 þúsund kr. á mánuði. Lagði hún til aukna hvata til orlofstöku með hækkun greiðslna. 

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

Kristinn Magnúsosn,Kristinn Magnússon

Þá velti hún upp þeirri spurningu hvort sanngirni felist í því að konur og karlar fái jafn langt fæðingarorlof í ljósi augljóss líffræðilegs munar á körlum og konum. „Er það virkilega í anda jafnréttis og jafnræðis að karlar fái jafn langt leyfi og konur, miðað við verkaskiptinguna í barneignum?“ spyr Þórhildur Sunna.

Málinu var vísað til velferðarnefndar að nýju eftir umræðurnar í gærkvöldi. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir