7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

66% finnst mánuður of skammur tími

Skyldulesning

Töluverður munur var á svörum karla og kvenna.

Töluverður munur var á svörum karla og kvenna.

Í frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi er gert ráð fyrir að fæðingarorlof lengist úr níu mánuðum í tólf, þar sem hvort foreldri um sig fái sex mánuði. Þó verði hægt að framselja einn mánuð til hins, þannig að annað foreldranna taki sjö mánuði og hitt fimm.

Tæpum 66% þeirra sem svöruðu könnun Gallups um frumvarpið finnst þessi framseljanlegi mánuður vera of skammur tími.

Könnunin var framkvæmd fyrir Geðverndarfélagið og er fjallað um niðurstöðurnar á vef þess.

Fyrstu tvö árin mikilvæg

Félagið hefur gagnrýnt frumvarpið fyrir ósveigjanleika og bent á að vegna hagsmuna barnsins eigi foreldrar að ráða því sjálfir hvernig þeir skipti þessum tólf mánuðum milli sín, þannig að ávallt sé tryggt að barnið fái tólf mánuði með foreldri.

„Geðverndarfélagið er þeirrar skoðunar að mjög mikilvægt sé að huga að geðrænu og tilfinningalegu heilbrigði barna, og tengslamyndun, sérstaklega á fyrstu tveimur árum í lífi þeirra,“ segir á vef félagsins.

„Sýnt hefur verið fram á að þessi fyrstu tvö ár eru mikilvæg og geta haft áhrif á hvort úr verði farsæl, heilbrigð manneskja eða unglingur og síðar fullorðinn einstaklingur með margháttaðan tilfinninga- og tengslavanda.“

Tekið er fram að töluverður munur hafi verið á svörum karla og kvenna. 71% kvenna hafi fundist allt of skammur eða heldur of skammur, en 60% karla. Minni munur var á svörum eftir tekjum eða menntun.

Sjá niðurstöður könnunarinnar.

Málið hjá velferðarnefnd

Lokið var við fyrstu umræðu um frumvarpið á Alþingi 24. nóvember og gekk það þá til velferðarnefndar. Nefndin hefur síðan þá fjallað um málið á fundum sínum og fengið til sín gesti, síðast nú í morgun. Formaður nefndarinnar er Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Sá sem umfjöllunina ritar á vef Geðverndarfélagsins er Kjartan Valgarðsson, framkvæmdastjóri félagsins, sem jafnframt er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir