0 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

67 látin eftir öflugan felli­byl á Filipps­eyjum

Skyldulesning

Tala látinna á Filippseyjum er nú 67 eftir að fellibylurinn Vamco gekk yfir eyjarnar. Fellibylurinn er sá þriðji sem gengur yfir á þremur vikum og hafa hátt í 26 þúsund hús orðið fyrir skemmdum vegna þessa.

Öflugasti fellibylurinn, Goni, gekk yfir í byrjun mánaðar og gerði Vamco aðeins illt ástand verra. Svæði landsins eru mörg hver nánast á kafi eftir mikil flóð og flaug forsetinn Rodrigo Duterte til Tuguegarao héraðsins til þess að meta stöðuna í Cagayan Valley svæðinu þar sem mikil flóð urðu eftir Vamco.

Frá Marikina í Filippseyjum eftir að Vamco gekk yfir.AP/Aaron Favila

22 létust í Cagayan, sautján á suðurhluta eyjunnar Luzon, átta í og við höfuðborgina Manila og tuttugu á tveimur öðrum svæðum að því er fram kemur á vef Reuters. Vindhraði Vamco mældist tæplega 42 metrar á sekúndu.

Ríkisstjóri Cagayan, Manuel Mamba, sagði flóðin vera þau verstu sem hafa verið á svæðinu í 45 ár. Á fundi sínum með Duterte sagði hann stöðuna versna með ári hverju.

Vamco er 21. fellibylurinn sem gengur yfir Filippseyjar á þessu ári og hefur orsakað verstu flóð á höfuðborgarsvæði landsins í mörg ár. Afleiðingar hans hafa haft áhrif á þúsundir íbúa, sem hafa margir hverjir þurft að flýja heimili sín.


Tengdar fréttir


Minnst sjö eru látin og fleiri slösuð eftir fellibylinn Goni sem gengur yfir Filippseyjar. Meðal hinna látnu er fimm ára barn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir