5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

76% meira af óunnum þorski úr landi

Skyldulesning

Mikil aukning hefur verið í útflutningi á óunnum þorski á liðnu ári.

mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Alls voru flutt úr landi 16.219 tonn af óunnum þorski úr landi á árinu 2020 sem er veruleg aukning frá árinu á undan þegar flutt voru út 9.212 tonn. Aukningin nemur því 76% milli ára.

Fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda að samanlagt útflutningsverðmæti óunnins þorsks, ýsu, ufsa, karfa og steinbíts hafi verið 17 milljarðar króna árið 2020, þar af nam verðmæti þorsks 7,5 milljörðum króna. Árið 2019 voru verðmætin 11,9 milljarðar og þorskur þar af 4 milljarðar.

Alls jókst útflutningur í fyrrnefndum tegundum um 24% í magni milli áranna 2020 og 2019. Jókst útflutningur á óunnum ufsa um 37% í 7.984 tonn og á óunnum steinbít um 106% í 5.607 tonn.

Þá varð lítilsháttar samdráttur í útflutningi á óunnum karfa eða 3% og nam heildramagnið 13.776 tonnum. Útflutningur á óunni ýsu dróst saman um 22% og nam 6.573 tonnum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir