2 C
Grindavik
15. janúar, 2021

762 milljónir til bænda

Skyldulesning

Álftir eru glæsilegir fuglar en þær geta valdið talsverðu tjóni. …

Álftir eru glæsilegir fuglar en þær geta valdið talsverðu tjóni. Á árinu 2020 var úttekið tjón vegna ágangs álfta og gæsa á 213 ha. ræktunarspildna 33 bænda. Greiddar bætur vegna þessa tjóns námu 3.094.054 kr.

mbl.is/Árni Sæberg

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur greitt alls 762.147.203 kr. til bænda í jarðræktarstyrki, landgreiðslur og vegna tjóns af völdum álfta og gæsa á ræktunarlandi bænda.

Fram kemur á vef ráðuneytisins að alls hafi borist 1.549 umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur þetta árið. Landgreiðslur voru veittir vegna 78.629 hektara (ha) 35.634 spildna.

Þá segir, að til úthlutunar að þessu sinni hafi verið 379.886.836 kr. og sé greitt einingaverð landgreiðslna 4.831 kr./ha.

Jarðræktarstyrkir voru veittir vegna 12.325 ha sem skiptust niður á 5.058 ræktunarspildur. Til úthlutunar voru 382.190.367 kr. og er greitt einingaverð jarðræktarstyrks er 32.096 kr./ha.

„Útreikningur um landstærðir og ræktun byggjast á upplýsingum úr jarðræktarskýrsluhaldi í forritinu Jörð.is. Úttektarmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sjá um úttektir í samræmi við reglugerð um almennan stuðning í landbúnaði nr. 1260/2018,“ segir í tilkynningunni. 

Innlendar Fréttir