7.3 C
Grindavik
20. september, 2021

8.000 pantanir á dag er mest lætur

Skyldulesning

Talibana siglingaklúbburinn

Vestmannaeyjur?

Kvótann heim

Ein stærsta ef ekki stærsta verslunarhelgi ársins er nú að baki og starfsfólk í netverslunum hefur haft í nægu að snúast við að pakka inn og afgreiða sölur helgarinnar. Í vöruhúsi Heimkaupa var mikill erill þegar mbl.is kom þar við í hádeginu. 

Í myndskeiðinu er rætt við Guðmund Magnason, framkvæmdastjóra Heimkaupa, sem segir að hingað til hafi Singles’ day verið stærsti dagur ársins. Þá hafi verið afgreidd 70 þúsund stykki út úr vöruhúsinu í um 8.000 pöntunum. Fyrirtækið keyrir út vörur til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu og er með 20 bíla á sínum snærum sem fara í 5-6 ferðir á dag og hefur þurft að bæta við starfsfólki að undanförnu til að bregðast við þessari miklu aukningu.

Á dögunum var fjallað um 120% aukningu í sendingum vegna íslenskrar netverslunar hjá Póstinum hér á mbl.is.

Í myndskeiðinu er einnig rætt við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, sem segir þessa miklu aukningu í netverslun vera að jákvæða þar sem réttur neytenda til skila á vörum sé meiri þegar verslað er á netinu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir