8.000 skref einu sinni eða tvisvar í viku geta bætt heilsuna og lengt lífið – DV

0
83

Flestir hafa mikið að gera alla daga og það getur reynst erfitt að finna tíma til að hreyfa sig. En fyrir þá sem eru í þessari stöðu, þá eru niðurstöður nýrrar rannsóknar ansi athyglisverðar. Þær sýna að göngutúr er það eina sem þörf er á til að lifa lengra og heilbrigðara lífi. Áður en þú ferð að svitna yfir væntanlegum göngutúr upp á minnst 10.000 skref þá geturðu bara slakað á. Það er engin þörf á að ganga 10.000 skref að því er segir í nýju rannsókninni sem hefur verið birt í JAMA.

Í henni kemur fram að nægilegt sé að ganga 8.000 skref einu sinni eða tvisvar í viku til að bæta heilsuna. Metro skýrir frá þessu.

Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að fólk, sem gekk 8.000 skref eða meira, einu sinni eða tvisvar í viku var með svipaða hjarta- og æðastarfsemi en þeir sem gengu sömu vegalengd daglega. Einni var dánartíðnin næstu sú sama hjá þessum tveimur hópum.

Rannsóknin leiddi í ljós að þeir sem gengu 8.000 skref eða meira, einu sinni eða tvisvar í viku voru í 15% minni hættu á að deyja á næstu 10 árum. Þeir sem gengu 8.000 skref þrisvar til sjö sinnum í viku voru í 16,5% minni hættu á að deyja á næstu 10 árum. Er þá miðað við fólk sem gengur fá skref daglega.

Þetta eru því góðar fréttir fyrir þá sem hafa aðeins tíma til að hreyfa sig um helgar.