5 C
Grindavik
5. mars, 2021

9 flokkar á þingi – tækifæri Miðflokks og Framsóknar

Skyldulesning

Smáflokkapólitík er sjálfkrafa óreiða, því meiri sem flokkarnir eru fleiri. Könnun Maskínu segir að níu framboð næðu inn á alþingi næsta haust. 

Stærstur mælist Sjálfstæðisflokkur með liðlega 21 prósent fylgi. Fjórir minnstu flokkarnir fá ríflega 26 prósent fylgi samtals. Miðflokkur og Framsókn eru helmingur dvergflokkanna.

Gangi könnunin eftir er voðinn vís með landsstjórnina.

Þótt líkur séu á að Sjálfstæðisflokkur sígi upp í kjörfylgi, um 25 prósent, er það ekki nóg til að stemma stigu við óreiðupólitíkinni.

Hér blasir við tækifæri Framsóknar og Miðflokks að slíðra sverðin og ganga í eina sæng. Kalla saman landsfund beggja flokka og gera Sigmund Davíð að formanni elsta starfandi stjórnmálaflokksins.

Það er eftirspurn eftir stöðugleika og áræðni.


Innlendar Fréttir