200 mílur
| mbl
| 20.1.2021
| 17:53
Rúnar L. Gunnarsson, skipstjóri á Gullver NS, segir túrinn hafa gengið þokkalega.
mbl.is/Þorgeir Baldursson
Tæplega 96 tonna afla hefur evrið landað úr Gullver NS á Seyðisfirði í dag og er aflinn mestmegnis þorskur og ufsi. Gullver heldur til veiða á ný í kvöld, að því er segir á vef Síldarvinnslunnar.
Túrinn tók fimm daga og gekk þokkalega, segir Rúnar L. Gunnarsson skipstjóri. „Við hófum veiðar á Öræfagrunni og enduðum á Glettinganesflakinu. Mér finnst vanta dálítinn kraft í þorskinn, það hefði mátt ganga betur að eiga við hann. Það liggur fyrir að loðna er komin hér fyrir austan land því það er talsvert af henni í fiskinum.“