2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Á 161 kílómetra hraða á bílaleigubíl

Skyldulesning

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast á suðurlandinu.

Erlendur ferðamaður reyndist vera með blýþungan bensínfót á dögunum og þurfti lögreglan á suðurlandi að taka hann úr umferð. 

Var hann stöðvaður á bílaleigubíl á Mýdalssandi á 161 kílómetra hraða á klukkustund en þess má geta á hámarkshraði á þeim slóðum þar sem hann var tekinn er 90 kílómetra hraða á klukkustund. 

Var hann sviptur ökuréttindum í tvo mánuði. Greiddi hann jafnframt 172.500 krónur í sekt á staðnum. Sektin hljóðaði upp á 230 þúsund en 25% afsláttur er gefin sé greitt innan 30 daga. 

„30 ökumenn voru kærðir fyrir að aka of hratt a Suðurlandi í liðinni viku. Ökumaður sem stöðvaður var á Suðurlandsvegi við Dalsel í Rangárþingi á 123 kílómetra hraða á klukkustund reyndist ölvaður og lauk þar með akstri þann daginn.  Málið bíður niðurstöðu blóðsýnarannsóknar,“ segir dagbók lögreglunnar á suðurlandi. 

Sama á við um mál ökumanns sem stöðvaður var á Suðurlandsvegi við Landvegamót eftir að hraði bifreiðar hans mældist 113 km/klst en hann reyndist ekki vera með ökuréttindi vegna sviptingar og að auki undir áhrifum fíkniefna.

Átta umferðarslys voru tilkynnt til lögreglu en meiðsl einungis skráð í einu þeirra.  Þar var um að ræða bifreið sem lenti út af vegi sunnan við Gullfoss og valt.  Ökumaður einn í bílnum og komst út af sjálfsdáðum en var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsi.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir