2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Á enn meira inni

Skyldulesning

Keita í baráttunni við Bernardo Silva í leik Liverpool og …

Keita í baráttunni við Bernardo Silva í leik Liverpool og City í gær. AFP/Adrian Dennis

Naby Keita, miðjumaður enska knattspyrnuliðsins Liverpool hefur leikið vel að undanförnu og átti frábæran leik þegar liðið vann 3:2-sigur á Manchester City í undanúrslitum enska bikarsins í gær.

Þessi 27 ára gamli Gíneumaður hefur aldrei náð sér almennilega á strik í rauðu treyjunni en hann kom til félagsins frá RB Leipzig árið 2018. Síðan þá hefur hann verið mikið frá vegna meiðsla en sýnt flotta takta inn á milli.

Margir vilja meina að yfirstandandi tímabil sé hans besta í Liverpool-búningnum en hann hefur náð einkar vel saman með Thiago að undanförnu.

„Ég held að við höfum ekki séð hinn sanna Naby Keita ennþá. Ég er búinn að vera meiddur og er enn að ná fullum styrk,“ sagði Keita sjálfur.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir