8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Á förum frá Arsenal?

Skyldulesning

Alexandre Lacazette hefur skorað níu mörk í ensku úrvalsdeildinni á …

Alexandre Lacazette hefur skorað níu mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

AFP

Franski knattspyrnumaðurinn Alexandre Lacazette mun yfirgefa enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal í sumar.

Það er Football London sem greinir frá þessu en Lacazette var nálægt því að yfirgefa enska félagið síðasta sumar, samkvæmt enska miðlinum.

Framherjinn, sem er 29 ára gamall, var sterklega orðaður við bæði Atlético Madrid og Roma allt síðasta sumar en hann gekk til liðs við Arsenal frá Lyon sumarið 2017 fyrir tæplega 47 milljónir punda en hann var dýrasti leikmaður í sögu Arsenal á þeim tíma.

Lacazette hefur ekki átt fast sæti í liði Arsenal síðan Mikel Arteta tók við stjórnartaumunum hjá félaginu í desember 2019 en Lacazette hefur byrjað 17 leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þar sem hann hefur skorað níu mörk.

Alls á hann að baki 157 leiki fyrir Arsenal þar sem hann hefur skorað 59 mörk en Arsenal vill fá í kringum 40 milljónir punda fyrir hann næsta sumar.

Innlendar Fréttir