1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

„Á háu levelli…“? Kennslubókarleikur á Old Trafford í dag.

Skyldulesning

Leikur Manchester United og Liverpool í dag var með lærdómsríkustu leikjum sem sjást um þessar mundir.  

Fyrirfram mátti ætla að þetta yrði jöfn viðureign ef notuð var sú aðferð að stilla leikmönnunum upp fyrirfram og leggja saman áætlað virði þeirra. 

En ef slíkt er gert er hætta á því að slíkt hrökkvi skammt og að sú hlið knattspyrnunnar að hún er flokkaíþrótt vegi þyngra. 

Nöfn eins og Ronaldo og Salah sýnast til dæmis vega svipað „á háu levelli“ eins og lýsendum í knattspyrnu sýnist í snobbi sínu fyrir enskri tungu svo „kúl“ að segja, – en í leiknum í dag kom í ljós að samlagning á eins og konar markaðsvirði leikmanna hafði enga þýðingu, – annað liðið valtaði yfir hitt á öllum sviðum knattspyrnunnar, bæði á grundvelli betri samstillingar og á því atriði, að leikmenn bættu hver annan upp oft á tíðum. 

Þessu fyrirbæri má líkja við sönghópa, þar sem útkoman á söngnum verður miklu stærri tala en sú, sem kemur út úr því að leggja hrátt virði söngvaranna saman. 

Eða öfugt, virði sönghópsins miklu minna en frægð söngvaranna geftur tilefni til að ætla. 

Íslenskt dæmi er svonefndur Einsöngvarakvartett, sem settur var saman fyrir tæpri hálfri öld og skartaði fremstu óperusöngvurum þess tíma. 

Útkoman varð sú, að þessir frábæru einsöngvarar voru raunar of góðir samtals fyrir verkefnið, því að með því að hlusta grannt á þá var auðvelt að greina hver var hvað og þar með skertist það helsta gildi hvers sönghóps, að samhljómurinn sé sem fallegastur.  


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir