6 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Á leið til Fáskrúðsfjarðar með 1.300 tonn af loðnu

Skyldulesning

200 mílur

| mbl
| 8.3.2021
| 14:56

Hoffell SU fékk 1.300 tonn af loðnu vestur af Snæfellsnesi og er nú á leið til hafnar á Fáskrúðsfirði.

mbl.is/Börkur Kjartansson

Hoffell, skip Loðnuvinnslunnar, er nú statt skammt frá Grímsey á leið til hafnar á Fáskrúðsfirði með 1.300 tonn af loðnu í hrognavinnslu útgerðarinnar.

Fram kemur á vef Loðnuvinnslunnar að aflinn var fenginn vestur af Snæfellsnesi í gær og er gert ráð fyrir að Hoffell leggi við bryggju um klukkan sex í fyrramálið. Fram kemur að loðnan sé með „góðan þroska og hentar vel til hrognatöku“.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir