8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Á leið til Neskaupstaðar með 2.000 tonn af loðnu

Skyldulesning

200 mílur

| mbl
| 3.3.2021
| 14:14
| Uppfært

15:25

Beitir NK er á leið til Neskaupstaðar með 2.000 tonn af hrognaloðnu. Veiðum er stýrt með tilliti til afkastagetu vinnslunnar.

Ljósmynd/Smári Geirsson

Beitir NK mun samkvæmt áætlunum koma til hafnar í Neskaupstað með rúmlega 2.000 tonn af hrognaloðnu í kvöld og mun þá hrognavinnsla hefjast í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar, að því er segir á vef útgerðarinnar.

Fram kemur að Beitir hafi fengið 1.750 tonn af loðnu á Faxaflóa í gær í þremur köstum og Börkur NK hafi náð 400 tonnum í einu kasti, en þeim afla var dælt um borð í Beiti.

Veiðar eru skipulagðar með tilliti til afkastagetu hrognavinnslunnar og er gert ráð fyrir að Börkur haldi áfram veiðum á miðunum í dag og Bjarni Ólafsson AK á morgun. „Það skiptir mjög miklu máli hvernig gengur að veiða hrognaloðnuna og vinna hrognin en þau eru verðmætasta afurð vertíðarinnar,“ segir í færslunni á vef Síldarvinnslunnar.

Innlendar Fréttir