4 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Á ofsahraða innanbæjar

Skyldulesning

Þrír ökumenn voru stöðvaðir á ofsahraða í Austurbænum (hverfi 108) í gærkvöldi. Allir voru þeir á yfir 110 km hraða innanbæjar. Tveir þeirra voru stöðvaðir á ellefta tímanum í gærkvöldi. Sá fyrri ók á 110 km hraða en sá síðari á 114 km hraða. Hámarkshraði þar sem þeir voru stöðvaðir er 80 km/klst. Þriðji ökumaðurinn var síðan stöðvaður um miðnætti en hann ók á 110 km hraða. 

 Skömmu fyrir kvöldmat var síðan ökumaður stöðvaður í Vogahverfinu (hverfi 104) en hann var undir áhrifum ávana- og fíkniefna auk þess sem hann er ekki með ökuréttindi. Annar ökumaður var stöðvaður fyrir sömu brot í Hafnarfirðinum í nótt. Tveir ökumenn, annar í Hafnarfirði og hinn í miðborginni voru stöðvaðir af lögreglu fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna í nótt en báðir voru með gild ökuréttindi þegar þeir voru stöðvaðir ólíkt þeim tveimur fyrrnefndu.

Í nótt handtók lögregla mann í annarlegu ástandi í íbúð í miðborginni og gistir hann í fangageymslu þar til ástand hans batnar.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi handtók lögreglan mann sem er grunaður um eignaspjöll í Austurbænum (hverfi 103). Hann var fluttur á lögreglustöð til skýrslutöku og laus að henni lokinni. Síðar um kvöldið var rætt við mann sem sást skemma hluti í miðborginni og sá verður kærður fyrir eignaspjöll. 

Eitt þjófnaðarmál kom til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi en tilkynnt var um þjófnað í verslun í Garðabæ.

20:51 Tilkynnt um þjófnað í verslun í hverfi 110.

Innlendar Fréttir