2 C
Grindavik
15. janúar, 2021

Áætlaðar bætur 200 milljónir kr.

Skyldulesning

Sauðfé á beit.

„Frummat hefur farið fram á áætluðum kostnaði vegna bóta vegna riðuveiki í Skagafirði. Er áætlað að heildarbætur muni nema um 200 millj. kr. sem fyrirhugað er að verði mætt með sérstöku viðbótarframlagi úr ríkissjóði.“

Þetta segir í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í gær.

Ráðherrann bendir á að í fjárlagafrumvarpi næsta árs sé gert ráð fyrir 123 milljóna kr. fjárveitingu vegna varna gegn dýrasjúkdómum en hugsanlega þurfi að endurskoða þá fjárhæð þegar fyrir liggur hvernig bótagreiðslur skiptast milli ára.

Í svarinu segir að hafin sé vinna í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í samráði við Matvælastofnun við að meta og endurskoða reglur og stjórnsýslu hvað varðar málefni riðuveiki, varnarlínu búfjár, bótafyrirkomulags vegna búfjársjúkdóma og niðurskurðar o.fl., að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Innlendar Fréttir