7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Áætlaður rekstrarhalli Hafnarfjarðarbæjar 1,2 milljarðar árið 2021

Skyldulesning

Áætlaður rekstrarhalli A og B hluta Hafnarfjarðarbæjar nemur 1.2 milljörðum króna árið 2021, samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins sem samþykkt var í gær.

Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 5,5 prósent af heildartekjum en 1,7 milljarðar króna og að skuldahlutfall verði 114 prósent í árslok.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.

Þar segir einnig að útsvarsprósenta verði óbreytt, eða 14,48 prósent, og almennt sé gert ráð fyrir að gjaldskrá 2021 haldist óbreytt eða hækki í takt við vísitölu.

„Heildarálagning fasteignagjalda lækkar með lægri fasteignasköttum og vatns- og fráveitugjöldum til að koma til móts við hækkun fasteignamats,“ segir í tilkynningunni.

Áætlaðar fjárfestingar nema 4,3 milljörðum króna og þá verða lóðir seldar fyrir 500 milljónir króna og kaup á félagslegum íbúðum nema sömu upphæð.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir