7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Áætlunarflug til Eyja í næstu viku

Skyldulesning

Heimaklettur í Vestmannaeyjum.

Heimaklettur í Vestmannaeyjum.

mbl.is/Ólöf Helgadóttir

Stefnt er að því að áætlunarflug til Vestmannaeyja hefjist að nýju í næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið mun semja um lágmarksflug á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja til 1. maí á næsta ári við Icelandair.

Áætlunarflug á markaðslegum forsendum milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja lagðist af í september vegna minni eftirspurnar sem rekja mátti til Covid-19 faraldursins.

„Það er afar þýðingarmikið að tryggja lágmarksþjónustu á þessari flugleið á meðan ekki eru markaðslegar forsendur í flugi. Við vonum að með vorinu taki ferðaþjónusta við sér að nýju og aftur verði hægt að fljúga með reglubundnum hætti til Eyja,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Loftbrú til eyja

Gerð var verðkönnun hjá þremur flugrekendum, en það voru Flugfélagið Ernir, Icelandair og Norlandair. Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við Icelandair. Loftbrú sem veitir íbúum landsbyggðarinnar 40% aflsátt af flugfargjöldum mun því nýtast til og frá Vestamannaeyjum. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir