Fótbolti
Arnar Geir Halldórsson skrifar

mynd/valur
Íslenska landsliðskonan Guðný Árnadóttir hefur yfirgefið Val og samið við ítalska stórveldið AC Milan.
Ítalska félagið staðfestir þetta á Twitter reikningi sínum í dag.
Guðný, sem er tvítug, verður lánuð til Napoli til loka yfirstandandi leiktíðar en Napoli leikur í ítölsku úrvalsdeildinni, líkt og AC Milan. AC Milan er að berjast við Juventus um toppsætið en Napoli er í botnbaráttunni.
Guðný lék 16 leiki með Val í Pepsi Max deildinni síðasta sumar en hún lék áður með FH. Hún á átta landsleiki að baki fyrir A-landslið Íslands.
#ACMilan has signed Icelandic footballer Guðný Árnadóttir. The defender will play on loan with Napoli Femminile this season
AC Milan ha tesserato la calciatrice islandese Guðný Árnadóttir. Il difensore per questa stagione giocherà in prestito con il Napoli Femminile pic.twitter.com/wSLeeyAf2h
— AC Milan (@acmilan) December 5, 2020