Að minnsta kosti þrír fylgja Milner út um dyrnar á Anfield – DV

0
114

Það er útlit fyrir að Roberto Firmino, Naby Keita og Alex Oxlade-Chamberlain fylgi James Milner allir út um dyrnar á Anfield í sumar.

Samningur leikmannanna er að renna út og verða þeir ekki framlengdir.

Hinn 37 ára gamli Milner er á leið til Brighton ef marka má nýjustu fregnir. Hann hefur reynst Liverpool ansi drjúgur en nú er komið að leiðarlokum.

Fleiri miðjumenn eru á förum því Keita og Oxlade-Chamberlain fara líka.

Keita kom til Liverpool frá RB Leipzig 2018 en Oxlade-Chamberlain frá Arsenal ári fyrr.

Firmino hefur verið hjá Liverpool síðan 2015.

Allir hafa leikmennirnir því verið hjá félaginu í gegnum besta skeið þess í áraraðir. Liðið vann Meistaradeild Evrópu 2019 og ensku úrvalsdeildina ári síðar.

Liverpool ætlar sér að styrkja sig í sumar, þá helst á miðsvæðinu.

Enski boltinn á 433 er í boði